August 30, 2002
Fjórði dagur á leikskóla

jæja við vorum að koma heim eftir fjórða leikskóladaginn. Ég var með Kollu í hálftíma í morgun. Komum níu og ég var búinn að ákveða að fara áður en alstundin (söngstund) byrjaði því ef ekki þá yrði ég að vera í a.m.k klst. Henni fannst nú voðalega erfitt að kveðja mig var ekki alveg tilbúinn eftir þennan hálftíma en langaði líka voða mikið að fara og syngja með krökkunum. Fór inn í herbergið að syngja en kom 3 fram að kyssa mig en fór samt alveg sjálf inn aftur og vildi vera með í söngunum bara doldið erfitt að mamma væri ekki með sem var skiljanlegt.
Stórmerkilega fréttin er svo að hún vildi fara bleijulaus í leikskólann!!! Hún er sko mjög mikið bleijulaus hérna heima en í samráði við fóstrurnar þá ætlaði ég að hafa hana með bleiju þar fyrstu vikurnar svo það væri ekki að trufla hana meðan hún vendist staðnum. Hún vildi sem sagt ekki bleiju áður en við fórum, ég var svo sem ekki mikið að rökræða það við hana enda vil ég mikið frekar hafa hana bleijulausa en bauð henni bleiju nokkrum sinnum.
Ég sótti hana svo rétt fyrir eitt en fann hana ekki strax og kom þá í ljós að hún hafði skelst sér inn í hvíldarherbergið með krökkunum sem leggja sig á daginn og lá þar hin ánægðasta undir teppi :-) Hún var nú ekki sofnuð svo ég tók hana og hún liggur núna með duddu og horfir á múmínsnáðana vonandi sofnar hún smá því hún var alveg úrvinda seinni part dags í gær. Þarf eiginlega að sofa þegar svona mikið nýtt er að gerast þó hún sé alveg hætt að leggja sig á daginn.
Ég var nú voða tóm hérna í morgun og saknaði stóru leikskólastelpunnar minnar. Það munar alveg ótrúlegu um þessa 1-2 tíma sem hún er lengur á leikskólanum heldur en hún var á róló og svo borðar hún heldur ekki með okkur Ingu Maríu.
Jæja þá ætla ég að klára bókina mína er sko að lesa Mýrina eftir Arnald Indriða mæli með henni.

Posted by gydaa at August 30, 2002 01:48 PM
Comments